top of page

Orkulausnir fyrir sjálfbæra framtíð

pro-ub92c7J0.jpeg

Með nýsköpun og þekktum tæknilausnum hjálpum við viðskiptavinum að lækka raforkukostnað og bæta orkunýtni. 

Mission

Sérhæfing í framleiðslu sólarorku með vönduðum sólarsellum

DJI_0696_edited.jpg
20250704_085159_edited.jpg

Ávinningur sólarorkulausna

  • Lækka kostnað vegna rafmagns og flutnings sem fer stöðugt hækkandi.

  • Auka fyrirsjáanleika í rafmagnsverði.

  • Verða sjálfbærari um framleiðslu á eigin rafmagni.

  • Auka orkuöryggi í rafmagnstruflunum og skerðingum.

  • Jafna afltoppa og þannig draga úr kostnaði.

  • Bregðast við orkuskorti með því að minnka álag á kerfið. 

  • Draga úr notkun olíu til rafmagnsframleiðslu.

  • ​Liður í sjálfbærnimarkmiðum á sýnilegan hátt og hafa jákvæð áhrif á ímynd.

  • Draga úr kostnaði við kaup á upprunábyrgðum.​​​​

Þjónusta Alor

20240411_135016 (002).jpg

Forgreining

Áður en kerfi er sett upp greinum við orkunotkun, metum hagkvæmni sólarorkukerfis og áætlum sólarorkuframleiðslu eftir nákvæmri staðsetningu.

1000037915.jpg

Hönnun og búnaður

Við hönnum verkefnin eftir þínum þörfum, veljum tæknibúnað sem hentar og flytjum hann til landsins frá birgjum Alor.

davide-cantelli-H3giJcTw__w-unsplash.jpg

Leyfismál og styrkir

Sérfræðingar okkar sækja um leyfi og senda tilkynningar til viðeigandi aðila auk þess að annast samskipti við hagaðila. Við höfum kortlagt fjárhagslegan stuðning og ívilnanir og aðstoðum við umsóknarferli. 

AD__8050.jpg

Uppsetning
og viðhald

Sérþjálfaðir samstarfsaðilar Alor annast uppsetningar og tengingar sólarorkubúnaðar auk viðhalds og þjónustu eftir uppsetningu. 

Screenshot 2025-08-13 085230.jpg

Eftirlit

Alor annast eftirlit með kerfum í gegnum sérhæfðan hugbúnað sem sýnir stöðu kerfis og samspil við raforkukerfið sem búnaðurinn er tengdur við. Viðskiptavinir fá aðgang að hugbúnaðinum.

Sólarorkuverkefnin okkar

Landslag.jpg

Geymsla sólarorku

Sólarorka er breytileg, þar sem hún er háð birtuskilyrðum sem eru mismunandi eftir tíma dags og veðurskilyrðum. Víðsvegar um heiminn er algengt að nýta saman sólarsellur og rafhlöður. Þannig er hægt að safna umfram rafmagni inn á rafhlöðuna og nýta þegar þörf er á, t.d. þegar framleiðsla sólarsella er lítil eða engin og einnig þegar rafmagnstruflanir verða í kerfinu.

 

Rafhlöður þjóna einnig mikilvægu hlutverki þegar kemur að geymslu sólarorku á svæðum utan raforkukerfis.

Teymi og samstarfsaðilar

Teymi okkar og samstarfsaðilar er fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem samanstendur m.a. af verkfræðingum, byggingfræðingum, húsasmiðum, löggiltum rafvirkjum sem og sérfræðingum á sviði sjálfbærni og regluverki sem gildir um endurnýjanlegar orkulausnir hér á landi.

20240216 AlorNetpartar-9_edited.jpg

Linda Fanney Valgeirsdóttir

Framkvæmdastýra

​

​

Rakel Eva_edited.jpg

Rakel Eva Sæarsdóttir

Viðskiptaþróun og sjálfbærnisérfræðingur

​

25285479511_13095a6061_o_edited.jpg

Dr. Rúnar Unnþórsson

Tæknistjóri Alor og prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Mani_edited_edited.jpg

Máni Frímann Jökulsson

Byggingafræðingur (verktaki)

​

​

Valgeir-Thorvaldsson_edited.jpg

Valgeir Þorvaldsson

Húsasmiður og frumkvöðull

​

​

20250618_122346_edited_edited.jpg

Connor O'Neill

Sérfræðingur í endurnýjanlegri orku.

​

solar_boxlogo_blue_rgb.png

Solar Danmark A/S

Alor hefur undirritað samninga um einkarétt á sölu orkulausna hins öfluga danska dreifingaraðila Solar Danmark A/S á Íslandi. Um er að ræða rótgróið fyrirtæki í Danmörku sem er ríflega 100 ára gamalt og sérhæfir sig í endurnýjanlegum orkulausnum með sérstaka áherslu á sólarsellur. Sérfræðingar Solar styðja við hönnun og uppsetningu verkefna Alor hér á landi og byggja á áralangri sérþekkingu.

VHE.png

VHE Stálsmiðja ehf.

VHE í Hafnarfirði aðstoðar við hönnun og smíði sérútbúinna festinga fyrir íslenskar aðstæður enda nauðsynlegt að orkulausnir sem innleiddar eru hér á landi standist ágang íslensks veðurfars. Sérfræðingar VHE búa yfir víðtækri þekkingu á þessu sviði auk þess að annast mat á burðarþoli í verkefnum í samstarfi við Alor, ef þörf er á. 

Tengill.png

Tengill ehf.

Tengill annast tengingar á orkulausnum fyrir Alor en hjá félaginu starfa tugir löggiltra rafvirkja um land allt, sem hafa víðtæka reynslu á sviði rafverktöku.  

2025-02-16 15.26.53.jpg

Notaðar rafbílarafhlöður fá framhaldslíf

Alor vinnur að þróunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að því að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf um allt að 10 ár. Í verkefninu eru útbúnar kyrrstæðar rafhlöður eða Battery Energy Storage Systems (BESS lausnir). Lausnirnar m.a. nýttar sem blendingslausnir samhliða dísel rafstöðvum, sem geymsla rafmagns sem framleitt er með óstöðugum orkugjöfum eins og sól og vindi til þess að stuðla að jafnara orkuflæði og til þess að jafna afltoppa í raforkukerfinu.

 

Frumgerðir hafa þegar verið útbúnar og pilot samstörf hafin. 

​

​

​

Styrkir

5fa70fa9aa58b285c250593e_Member-logos-350x182-Landsvirkjun.png
RVK-engery.png
Orkusjóður copy.png
Taeknithrounarsjodur.png
NSN_logo.png
IRN_IS_2L_sRGB_2022.png
Loftslagsjodur.png
image.png

Verðlaun

Global.png
Samorka_stacked_sub.png

Vinsamlegast hafið samband fyrir nánari upplýsingar eða ef óskað er eftir forgreiningu

bottom of page