top of page
2025-02-16 15.26.53.jpg

Notaðar rafbílarafhlöður fá framhaldslíf

Í einu sérhæfðu rafhlöðuþróunaraðstöðum landsins tökum við á móti notuðum rafbílarafhlöðum.

 

Þar eru rafhlöðurnar teknar í sundur, prófaðar og ástandsflokkaðar. Því næst eru útbúnir nýir rafhlöðupakkar sem tengjast háþróuðum rafhlöðustýringum (Battery Management Systems). Rafhlöðueiningarnar verða síðar tengdar saman til að mynda stærri BESS lausnir (Battery Energy Storage System) lausnir, sem verða staðsettar í gámum. 

BESS lausnir gegna lykilhlutverki við að brúa bilið milli sveiflukenndrar orkunotkunar og raforkuframleiðslu, jafna afltoppa í raforkukerfinu og draga úr notkun olíu við varaaflsframleiðslu rafmagns.

 

Fyrstu frumgerðir voru tilbúnar sumarið 2025 og undirbúningur er þegar hafinn með fyrstu pilot-viðskiptavinum, þ.á.m. Neyðarlínunni.

 

Verkefnið hefur hlotið styrki úr Tækniþróunarsjóði, Orkusjóði, Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar, Loftslagssjóði, Vísindasjóði Orkuveitu Reykjavíkur og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

20250624_152319.jpg
20250624_151636.jpg
Picture2.jpg
bottom of page