top of page
1000037973.jpg

Nesvegur 123 á Seltjarnarnesi

Sumarið 2024 setti Alor upp pilot kerfi á þak garðskúrs við heimahús á Seltjarnarnesi þar sem eru tvær íbúðir og einn rafmagnsbíll. Kerfið samanstendur af 10 sólarsellum með 4,3 kW uppsettu afli og 15 kWst rafhlöðu sem staðsett er inni í skúrnum. Áætlað er að kerfið framleiði um 3.500 kWst á ári. Staðsetning kerfisins er ekki tilviljun heldur við heimili Rúnars Unnþórssonar, tæknistjóra Alor.

​

Sólarorkerfið er tengt við raforkukerfið til þess að tryggja stöðugt aðgengi að rafmagni. Þegar birtan er næg er sólarorkan í forgangi og knýr íbúðirnar í húsinu beint. Þetta litla kerfi skilar suma daga umfram rafmagni sem þessar tvær íbúðir þurfa en því er safnað í rafhlöðu svo unnt sé að nýta þegar sólarorku nýtur ekki við. Þetta hámarkar nýtni kerfisins. Þegar rafhlaðan tæmist, skiptir kerfið sjálfkrafa yfir á raforkukerfið og kaupir rafmagn þaðan eftir þörfum.

​

Hönnun og  uppsetning kerfisins var í höndum Alor og rafmagnstengingar unnar af hálfu Tengils ehf., samstarfsaðila Alor. Úr verkefninu söfnum við rauntölum sem sýna glöggt við hverju má búast af stærri kerfum hér á landi. Verkefnið er hluti af þróunarverkefni Alor þar sem notuðum rafhlöðum er gefið framhaldslíf sem rafhlöðuorkugeymslur.

 

Þessi hluti verkefnisins hefur hlotið styrki úr Tækniþróunarsjóði og Orkusjóði.

1000037982.jpg
1000037972.jpg
1000037967_edited.jpg
bottom of page