top of page
DJI_0815.jpg

Kúabúið að Garði í Eyjafjarðarsveit

Vorið 2025 setti Alor upp sólarorkukerfi á þak útihúss kúabús að Garði í Eyjafjarðasveit. Um er að ræða stærsta sólarorkukerfi í uppsettu afli en það er tæplega 28 kW uppsett afl og samanstendur af 66 sólarsellum og 10 kWst rafhlöðu. Áætlað er að kerfið framleiði um 23.000 kWst á ári sem samsvarar rafmagnsnotkun 5,5 íslenskra meðalheimila árlega.

​

Sólarorkerfið er tengt við raforkukerfið til þess að tryggja stöðugt aðgengi að rafmagni. Þegar birtan er næg er sólarorkan í forgangi og knýr rekstur búsins beint. Yfir bjartasta tímann er sólarorkuframleiðslan stundum umfram notkun á hverjum tíma og þá er rafmagninu safnað í rafhlöðu svo unnt sé að nota þegar sólarorku nýtur ekki við. Þetta hámarkar nýtni kerfisins. Þegar rafhlaðan tæmist, skiptir kerfið sjálfkrafa yfir á raforkukerfið og kaupir rafmagn þaðan eftir þörfum.

​

Hönnun og  uppsetning kerfisins var í höndum Alor og rafmagnstengingar unnar af hálfu Tengils ehf., samstarfsaðila Alor. Verkefnið er hluti af tilraunaverkefni Alor þar sem fjögur sveitabýli víðsvegar um landið taka þátt en þau eru öll með ólíkan búrekstur. Tilgangur tilraunaverkefnisins er að safna rauntölum úr framleiðslu sólarorku og geymslu hennar á bæjunum og nýta gögnin til þess að miðla þekkingu á sannreyndri tækni. Gögnin verða jafnframt notuð til að bera saman hagkvæmni kerfanna eftir mismunandi búrekstri og draga ályktanir um hagkvæmni þeirra. Þá er það markmið verkefnisins að draga úr notkun rafmagns í raforkukerfinu og þannig létta álagi á kerfið. Kerfið mun veita tímabundið varaafl vegna rafmagnstruflana og þar með minnka þörf á olíuknúnum rafstöðvum. Verkefnið styður þannig við orkuskipti og styrkir afhendingaröryggi rafmagns á landsvísu. Þá er verkefnið hugsað sem liður í að auka orkusjálfstæði bænda og leggja grunn að því að þeir selji raforku inn á dreifikerfið, sem myndi skapa nýja tekjustoð fyrir búreksturinn.

​

Tilraunaverkefnið hefur hlotið styrk úr Orkusjóði og Lóu - nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina. â€‹

DJI_0695.jpg
AD__8028.jpg
20250508_133146.jpg
bottom of page