shutterstock_1893927592.jpg
 

Orkugeymslur
fyrir græna raforku 

Þjóðir heims standa nú frammi fyrir gríðarlegri áskorun um að finna lausnir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna þannig gegn hlýnun jarðar og súrnun sjávar. Þegar horft er til Íslands þá er landið sérstaklega viðkvæmt í þessum efnum og koma áhrifin fram með skýrum hætti. Jöklar bráðna mun hraðar en áætlað var og lífríki sjávar hefur einnig tekið verulegum breytingu á síðari árum. Flestar þjóðir heims viðurkenna vandann og vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga. 

 

Á Íslandi er mikið magn grænnar orku, tækniþekking góð og vilji stjórnvalda til góðra verka skýr og einlægur. Fyrir þessar sakir á Ísland að geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd í baráttunni við loftlagsbreytingar.

 

Markmið ALOR er m.a. að innleiða nýjar tæknilausnir í geymslu á grænni raforku í því skyni að stuðla að hraðari orkuskiptum á landi og í haftengdri starfsemi.

Tækniþekking og framleiðsla á nýrri kynslóð rafhlaðna mun skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í baráttunni við loftlagsvána og styrkja græna ímynd þess. Gríðarleg aukning er í notkun á rafhlöðum í farartæki og margskonar raftæki, því er til mikils að vinna að byggja upp þekkingu og framleiðslu á Íslandi á rafhlöðum sem munu leysa lithíum rafhlöður af hólmi. Ný kynslóð rafhlaðna sem Alor þróar og framleiðir er með ál sem grunnhráefni en ekki litín. Verkefnið mun skapa fjölda nýrra starfa, auka sjálfbærni og byggja upp þekkingu á Íslandi sem ekki er til staðar í dag.

 
 

Verkefnið

Alor ehf. var stofnað í þeim tilgangi að hraða orkuskiptum með innleiðingu nýrra tæknilausna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda vísindamenn mun Alor beita sér fyrir því að skala upp tækni sem fyrirtækið býr nú þegar yfir í gegnum samstarf sitt við Albufera Energy Storage 2 (AES). Í samstarfi við Háskóla Íslands mun Alor þróa grænar orkugeymslu, skapa nýja þekkingu á umhverfisvænni rafhlöðutækni og einnig mennta nemendur til að stuðla að íslenskri nýsköpun á þessu sviði í framtíðinni. Alor mun þróa og framleiða raforkugeymslur sem notaðar verða m.a. til a ð safna og geyma umfram framleidda raforku og stuðla að bættri nýtingu hennar. 

Hagnýtingarmöguleikar eru fjölmargir, mögulegt verður að draga verulega úr losun koltvísýrings í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði með því að nota umhverfisvænni og aflmeiri rafhlöður. Hægt verður að leysa af hólmi varaaflstöðvar sem knúnar eru með mengandi orkugjöfum, rafvæða hafnir þar sem flutningsleiðir hamla afhendingu orkunnar og sjá afskekktum stöðum fyrir raforku þar sem óhagkvæmt er að tengjast hinu hefðbundna flutningskerfi. Jafnframt verður rafhlaðan mikilvægt öryggistæki komi til þess að flutningsleiðir á raforku rofni, t.d. sökum óveðurs, eldgosa eða annarra náttúruhamfara. Hin nýja tækni gerir það mögulegt að rafvæða hamfarasvæði og getur það skipt sköpum þegar kemur að björgun mannslífa og verðmæta.

Álrafhlöður ALOR hafa margvíslega kosti:

Umhverfi

- Ganga ekki á takmarkaðar auðlindir jarðar

- Geta dregið úr losun koltvísýrings í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði

- Bæta nýtingu grænnar raforku

- Geta leyst af hólmi varaaflstöðvar sem nota mengandi orkugjafa

Öryggi

- Skapa ekki sprengihættu

- Eru ekki eldfimar

- Eru auðveldar í endurvinnslu

- Skapa ekki hættu við flutning

Samfélag

- Geta séð afskekktum stöðum sem ekki eru tengdir flutningskerfinu fyrir raforku

- Auðvelda rafvæðingu hafna þar sem flutningsleiðir hamla afhendingu orku

- Eru öryggistæki ef flutningsleiðir raforku rofna

 tímabundið vegna veðurs eða náttúruhamfara

Stjórn

Fagráð

 
 

HAFÐU SAMBAND

Nánari upplýsingar veitir Valgeir Þorvaldsson í síma 861 3474 eða valgeir@alor.is.