shutterstock_1893927592.jpg
 

ÁLRAFHLÖÐUR

Alor ehf. var stofnað í þeim tilgangi að vinna að þróun og síðar framleiðslu á sjálfbærum álrafhlöðum sem munu hraða orkuskiptum m.a. í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og fjölbreyttum iðnaði. Sem dæmi um notkunarmöguleika má nefna:
 

  • Varaaflstöðvar.

  • Rafhlöður í farartæki í stað blýsýrugeyma.

  • Rafhlöður í báta. 

  • Rafhlöður fyrir margskonar starfsemi, s.s. í sjávarútvegi, landbúnaði og öðrum iðnaði.

 

Alor vinnur einnig að þróun og framleiðslu stórra orkugeymslna úr áli sem verður unnt að nýta til þess að geyma umfram framleidda raforku og stuðla að bættri nýtingu hennar. Þá munu slíkar orkugeymslur efla öryggi þegar til þess kemur að flutningsleiðir á raforku rofna, t.d. sökum óveðurs, eldgosa eða annarra náttúruhamfara. 

 

LYKILL Í ORKUSKIPTUM

Álrafhlöður Alor verða umhverfisvænar og munu gegna lykilhlutverki í orkuskiptunum. Framleiðsla þeirra mun leiða til aukinnar verðmætasköpunar, fjölda starfa og nýrrar tækniþekkingar hér á landi. 

Áætlað er að frumgerðir rafhlaðna verði tilbúnar haustið 2022 
og að smá skala framleiðsla hefjist á árinu 2023.

Landslag.jpg

Umhverfi

- Hraða orkuskiptum á landi,

sjó og öðrum iðnaði 

- Bæta nýtingu grænnar raforku

- Leysa af hólmi varaaflstöðvar sem nota mengandi orkugjafa

- Auðvelt að endurvinna

Öryggi

- Skapa ekki sprengihættu

- Eru ekki eldfimar

- Skapa ekki hættu við flutning

Samfélag

- Sjá afskekktum stöðum sem ekki eru tengdir flutningskerfinu fyrir raforku

- Auðvelda rafvæðingu hafna þar sem flutningsleiðir hamla afhendingu orku

- Eru öryggistæki ef flutningsleiðir raforku rofna

 tímabundið vegna veðurs eða náttúruhamfara

KOSTIR ÁLRAFHLAÐNA ALOR

SAMSTARF

Alor ehf. er í samstarfi við Háskóla Íslands og spænska fyrirtækið Albufera Energy Storage sem er leiðandi í þróun á álrafhlöðum í Evrópu og hefur unnið að þróun tækninnar síðustu 9 ár. Auk þess hefur Alor gert samninga við Landsnet, Orku náttúrunnar og Tengil.

Albufeira.png
Haskoli-islands.png
landsnet.png
Islandsbanki.png
Tengill copy.png
112.png
ON.png

STYRKIR

5fa70fa9aa58b285c250593e_Member-logos-350x182-Landsvirkjun.png
Orkusjóður copy.png
Taeknithrounarsjodur.png
NSN_logo.png
IRN_IS_2L_sRGB_2022.png

VERÐLAUN

Samorka_stacked_sub.png

TEYMIÐ

 
 

HAFÐU SAMBAND

Nánari upplýsingar: linda.fanney@alor.is - 868 0315