top of page
jon-flobrant-tSsb28hzZSI-unsplash.jpg

Alor

Orkulausnir fyrir sjálfbæra framtíð

Mission

Alor sérhæfir sig í framleiðslu og geymslu sólarorku eða birtuorku.

Við erum alhliða þjónustuaðili sem annast verkefnin frá upphafi til enda - allt frá hönnun til uppsetningar og þjónustu.

cosmic-timetraveler-hxCsfvDRD40-unsplash.jpg

Framleiðsla birtuorku (sólarorku) felst í því að umbreyta sólarljósi og birtu í rafmagn með hjálp hálfleiðara sem mynda rafstraum. Algengt er að festa sólarsellur á húsþök eða við jörðu.

BESS?

Einföld og hagkvæm leið til rafmagnsframleiðslu

Síðustu ár hefur mikill vöxtur verið í framleiðslu birtuorku um allan heim. Á árinu 2023 var um 7% af raforku í heiminum framleidd með birtuorku og er gert ráð fyrir að 22% af raforku heimsins árið 2027 verði framleidd með þeim hætti.

Virkjun birtuorku á Norðurslóðum er vel þekkt og yfir björtustu sumarmánuðina er hægt að framleiða birtuorku allan sólarhringinn. Það er þó augljós áskorun í löndum eins og Íslandi að framleiðslan yfir dimmustu vetrarmánuðina er takmörkuð. Hins vegar eykur speglun frá snjó nýtnihlutfall birtusellanna auk þess sem kalt veðurfar eykur framleiðslugetu þeirra.

 

Landslag.jpg

Geymsla birtuorku

Birtuorka er breytileg, þar sem hún er háð birtuskilyrðum sem eru mismunandi eftir tíma dags og veðurskilyrðum. Víðsvegar um heiminn er vinsælt að nýta saman birtusellur og rafhlöður. Þannig er hægt að safna umfram rafmagni inn á rafhlöðuorkugeymsluna og nýta þegar þörf er á, t.d. þegar framleiðsla birtusellanna verður of lítil eða engin og einnig þegar rafmagnstruflanir verða í kerfinu.

 

Rafhlöður þjóna einnig mikilvægu hlutverki þegar kemur að geymslu birtuorku á svæðum utan raforkukerfis.

Ávinningur af framleiðslu birturorku

  • Aukið orkuöryggi t.d. í skerðingum og rafmagnstruflunum.

  • Sparnaður við rafmagnskaup.

  • Minni þörf á olíu til rafmagnsframleiðslu.

  • Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda.

  • Sjálfbær orkukostur.

  • Lægri kostnaður vegna upprunaábyrgða.

Okkar þjónusta

  • Ráðgjöf og forgreining á birtuorkuverkefnum.

  • Útreikningar á sparnaði og endurgreiðslutíma.

  • Greining á orkunotkun og áætlanir um birtuorkuframleiðslu m.v. nákvæma staðsetningu, mánuð fyrir mánuð.

  • Hönnun á birtuorkukerfi og ráðgjöf um geymslu á rafhlöðum.

  • Samskipti við dreifiveitur, stjórnvöld og aðra hagaðila.

  • Mat á burðarþoli ef þörf krefur.

  • Uppsetning kerfa, viðhald og þjónusta.

  • Leiðbeiningar um styrki og ívilnanir í boði og aðstoð við umsóknarskrif.

1000037983.jpg

Teymi og samstarfsaðilar

Teymi okkar og samstarfsaðilar er fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem samanstendur m.a. af verkfræðingum, byggingfræðingum, húsasmiðum, löggiltum rafvirkjum sem og sérfræðingum á sviði sjálfbærni og regluverki sem gildir um endurnýjanlegar orkulausnir hér á landi.

20240216 AlorNetpartar-9.jpg

Linda Fanney Valgeirsdóttir

Framkvæmdastýra

Rakel Eva.jpg

Rakel Eva Sævarsdóttir

Sjálfbærnisérfræðingur

25285479511_13095a6061_o.jpg

Rúnar Unnþórsson

Vélaverkfræðingur og tæknistjóri

Mani_edited.jpg

Máni Frímann Jökulsson

Byggingafræðingur (verktaki)

Valgeir-Thorvaldsson.jpg

Valgeir Þorvaldsson

Húsasmiður og frumkvöðull

solar_boxlogo_blue_rgb.png

Solar Danmark A/S

Alor hefur undirritað samninga um einkarétt á sölu orkulausna hins öfluga danska dreifingaraðila Solar Danmark A/S á Íslandi. Um er að ræða rótgróið fyrirtæki í Danmörku sem er ríflega 100 ára gamalt og sérhæfir sig í endurnýjanlegum orkulausnum með sérstaka áherslu á sólarsellur. Sérfræðingar Solar styðja við hönnun og uppsetningu verkefna Alor hér á landi og byggja á áralangri sérþekkingu.

VHE.png

VHE Stálsmiðja ehf.

VHE í Hafnarfirði aðstoðar við hönnun og smíði sérútbúinna festinga fyrir íslenskar aðstæður enda nauðsynlegt að orkulausnir sem innleiddar eru hér á landi standist ágang íslensks veðurfars. Sérfræðingar VHE búa yfir víðtækri þekkingu á þessu sviði auk þess að annast mat á burðarþoli í verkefnum í samstarfi við Alor, ef þörf er á. 

Tengill.png

Tengill ehf.

Tengill annast tengingar á orkulausnum fyrir Alor en hjá félaginu starfa tugir löggiltra rafvirkja um land allt, sem hafa víðtæka reynslu á sviði rafverktöku.  

Panta forgreiningu vegna birtuorkuverkefnis

Henta birtuorkulausnir mínu fyrirtæki eða stofnun?


Í upphafi greina tæknisérfræðingar Alor fýsileika uppsetningar birtuorkubúnaðar (sólarsellur og e.a. rafhlöður) á grundvelli forsendna og nákvæmrar staðsetningar. Greiningin felst í að:

  • Reikna inngeislunartölur á fermetra m.t.t. stöðu sólar og mögulegrar skuggamyndunar.

  • Áætla fjölda sólarsella og e.a. stærð rafhlöðu.

  • Gefa yfirlit yfir áætlaða rafmagnsframleiðslu árlega, mánuð fyrir mánuð.

  • Meta grófan kostnað verkefnis sem og endurgreiðslutíma m.v. núverandi rafmagnsnotkun.

 

Rannsóknar-verkefni um endurnýtingu rafbílarafhlaðna

Alor vinnur að rannsóknarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að endurnýtingu notaðra rafbílarafhlaðna. Í verkefninu er unnið að því að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf sem blendingskerfi (e. hybrid) samhliða dísel rafstöðvum. Með lausninni er leitast við að draga úr olíunotkun við rafmagnsframleiðslu og þannig minnka losun gróðurhúsalofttegunda og rafhlöðuúrgang. Við blendingsrafstöðina má tengja sólarsellur og litlar vindtúrbínur og þar með framleiða rafmagn með sjálfbærari og hagkvæmari hætti.

 

Kerfið mun nýtast öllum sem reiða sig á jarðefnaknúnar rafstöðvar, s.s. sem varaafl. Eftir því sem komist verður næst er um að ræða einstakt verkefni á heimsvísu þar sem ekki fæst séð að rafbílarafhlöður sem hafa fengið framhaldslíf hafi verið nýttar í þessum tilgangi áður.

Áætlað er að frumgerð lausnarinnar verði tilbúin vorið 2025.

STYRKIR

5fa70fa9aa58b285c250593e_Member-logos-350x182-Landsvirkjun.png
RVK-engery.png
Orkusjóður copy.png
Taeknithrounarsjodur.png
NSN_logo.png
IRN_IS_2L_sRGB_2022.png
Loftslagsjodur.png

VERÐLAUN

Global.png
Samorka_stacked_sub.png

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar

Sími: 868 0315

  • LinkedIn
bottom of page